fbpx

Breathwork á Akureyri

Justbreathe-4

Okkur hjá Símenntun finnst gaman að gera nýja hluti, fara aðeins út fyrir boxið og þróa okkur áfram. Í síðustu viku var haldin öndunaræfingaviðburður hér í Háskólanum á Akureyri í samstarfi við SMHA og Dharmabreath þar sem aðferðum í öndunartækni ásamt tónlist frá fyrstu þjóðum norður og suður Ameríku kom við sögu.

Þátttakan í viðburðinum var mjög góð en greinilegt að mikill áhugi er fyrir nýjum leiðum að stress-minna lífi.

Dharmabreath, stendur að gerð námskeiða í öndunartækni (e. Breathwork) sem boðið verður upp á í fjarnámi, þar sem nemendur geta nálgast öndunaræfingar hvar og hvenær sem er. Ólíkar öndunaræfingar með leiðsögn verða í boði. Aðferðirnar eru verkfæri til þess að losa um kvíða, ótta, streitu, pirring og hugsanir sem þjóna fólki ekki lengur. Að sleppa tökum á því sem þjónar ekki lengur og finna fyrir sjálfinu á kröftugan hátt.

Helsti ávinningur með öndunarvinnu er að hún sameinar huga, líkama og hjarta. Það nærir líkama okkar með súrefnisgjöf í frumum okkar, stuðlar að lækningu og eykur ónæmiskerfið. Samtímis róar það huga okkar, stanslaust þvaður og gerir okkur kleift að komast inn í ástand djúprar slökunar.

Fljótlega í haust kemur námskeiðið í sölu hjá okkur sem og fleiri vinnustofur og viðburðir á vegum SMHA og Dharmabreath.

Við hlökkum mikið til að fara í þessa vegeferð með ykkur enda nauðsynlegt að huga að andlegu heilsunni í amstri dagsins.

Justbreathe-5

"Hreint út sagt ótrúleg upplifun, náði dýpri slökun en ég hef nokkurn tímann náð. Leið geggjað vel eftir þetta!"

-Martha Hermannsdóttir

" Þessi Breathwork vinnustofa var alveg frábær! Ég hef aldrei áður tekið þátt í svona en fannst vel að þessu staðið og fann alveg ótrúlega tilfinningu á einum tímapunkti þar sem manni leið eins og væri í alsælu, bara með því að anda á ákveðinn hátt. Hlakka til að fara á námskeiðið."

-Hólmar Erlu Svansson

Justbreathe-6