fbpx

BlendVET verkefnið

Við hjá Símenntun höfum verið að færa okkur upp á skaftið síðustu ár hvað Evrópu samstarf varðar. Í dag erum við þátttakendur í fjórum verkefnum og leiðum m.a. eitt þeirra. Í BlendVet verkefninu erum við með háskólum og framhaldsskólum frá Slóveníu, Noregi og Íslandi í samstarfi um að útbúa ramma og kennslu um tilfærslu verknáms í sveigjanlegt námsform. Verkefnið hefur gengið gríðarlega vel og er einstaklega skemmtilegt að sjá árangur erfiðisins birtast í ítarlegum kennsluleiðbeiningum, niðurstöðu úr könnunum og vitnisburð hjá þátttakendum verkefnisins. Verkefnið hefur sýnt fram á að hægt sé að nýta sveigjanlegt námsform til að hámarka nýtni á stofum og aðbúna í verknámi. Við erum það heppin að hafa fengið einvala lið frá VMA með okkur í lið og er óhætt að segja að afraksturinn er frábær, enda ekkert nema eintómir snillingar þarna upp í VMA.

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá stutta kynningu og viðtöl við þátttakendur í verkefninu, m.a. hana Hildi Salínu frá VMA þar sem hún fer yfir í stuttu máli hvernig hefur gengið að nýta sveigjanlegt námsform á brautinni hennar.