Nýjustu fréttir
Vel heppnað málþing
Símenntun Háskólans á Akureyri (SMHA) stóð fyrir vel heppnuðu málþingi um gervigreind í samstarfi við Drift síðastliðinn föstudag. Á málþinginu var fjallað um áhrif gervigreindar á menntun og frumkvöðlastarfsemi, og komu sérfræðingar, kennarar og nemendur saman til að deila sýn sinni á þróunina. Ari Kristinn Jónsson, fyrrum rektor Háskólans í…
Sjá meiraMálþing um gervigreind
Símenntun Háskólans á Akureyri, í samstarfi við Drift EA miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar, kynnir með stolti einstakt málþing þar sem tæknibyltingin vegna þróunar gervigreindar er í brennidepli. Viðburðurinn er vettvangur fyrir opnar umræður, fræðslu og tengslamyndun á þessu spennandi sviði. Dagskráin er hin glæsilegasta og erum við hjá SMHA mjög…
Sjá meiraLeiðsögunámið fer af stað
Við fögnum því að flottur hópur nemenda hefur hafist handa í Leiðsögunáminu „Ísland alla leið“. Nemendur eru þegar farin að kynna sér land og sögu, æfa sig í framsetningu og takast á við fyrstu skrefin í faginu. Námið veitir traustan grunn fyrir verðandi leiðsögumenn og tengir saman fræði og reynslu…
Sjá meiraMatthildur Ásmundardóttir Bæjarstjóri Hornafjarðar
Nám í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun er gott nám fyrir þá sem vilja fá nothæf verkfæri í stjórnunarstörfum, ég stýrði stefnumótunarvinnu hjá mínu fyrirtæki strax að loknu námi en annars hefði verið keypt utanað komandi ráðgjöf. Námið hefur gert mig að betri stjórnanda og aukið möguleika mína á atvinnumarkaðnum.
Vilhelm Adolfsson Verkefnastjóra Einingar Iðju
Ég frétti af Verkefna og leiðtoganámskeiðinu í gegnum vinnufélaga sem mælti eindregið með því að ég myndi fara á. Ég hafði samband við Símenntun HA til að athuga hvort að ég væri gjaldgengur í námið, en það voru óþarfar áhyggjur. Ég lærði að vera agaðri í vinnubrögðum, fékk aukið sjálfstraust, sjálfsöryggi og skilning á sjálfum…
Júlíus Freyr Theodórsson Leiðsögumaður
Leiðsögunámið hjá Símenntun HA er vel skipulagt, hagnýtt og krefjandi nám sem að opnaði mér dyr að ögrandi og skemmtilegum starfsvettvangi með óteljandi möguleikum