fbpx

Fyrsta MBA útskriftin

Fyrsta MBA útskriftin

Símenntun hefur í samstarfi við University of Highlands and Islands (UHI) í Skotlandi boðið upp á MBA nám síðan haustið 2020. Þann 6. október 2022 útskrifaðist fyrsti hópurinn frá Símenntun úr náminu, alls 8 kandídatar, og fóru flest til Perth í Skotlandi til að vera viðstödd útskriftarathöfnina. Með þeim í för var Ásdís Sigríður Þorsteinsdóttir verkefnastjóri Símenntunar.

Í dag eru tæplega 50 nemendur í náminu sem er 100% fjarnám og hefur samstarfið gengið framar vonum. Fullt nám er 3 annir en hægt er að taka námið á lengri tíma. MBA námið við UHI er spennandi nýr kostur fyrir þá sem ætla sér í MBA nám með vinnu. Námið er að fullu skipulagt með fjarkennslu í huga og koma nemendur allsstaðar að úr heiminum saman í rafrænum fundasal. Með þessu fyrirkomulagi býðst öllum, óháð búsetu að nema við UHI og ekki skemmir fyrir að heildarverð námsins er mun lægra en áður hefur sést hérlendis.

Símenntun Háskólans á Akureyri mun halda áfram að þróa námsleiðir í samstarfi við UHI og hlökkum við til að segja ykkur nánar frá því fljótlega.